Hvað er Auroracoin?

Svar: Auroracoin er í senn tveir hlutir. Auroracoin er greiðslumiðlunarkerfi, sem notar internetið til að millifæra eininguna Auroracoin, sem er myntin. Auroracoin þarf ekki banka eða aðra milliliði til að senda verðmæti á milli aðila. Greiðslumiðlunarkerfið er dreift, “decentrilized”, sem þýðir að margir aðilar sjá um að halda utan um greiðsluhirðingu. Greiðslumiðlunarkerfið nýtir því alla sem halda kerfinu uppi, með reikniafli tölva, til að koma millifærslum á milli aðila. Því er í raun ekki einn aðili sem notendur Auroracoin þurfa að treysta á til að eiga viðskipti, heldur þarf bara að treysta því að einhver sé að halda uppi netkerfinu.

Seðlabankar og aðrir bankar geta ekki búið til meira af Auroracoin, heldur fá þeir aðilar sem halda uppi greiðslumiðlunarkefinu, kallað námuvinnsla, nýja Auroracoin mynt í verðlaun fyrir að sinna verkefninu. Núna fá námuvinnslu aðilar 12.5 Auroracoin á u.þ.b. 5 mínútu millibili (5 mínútna fresti) í verðlaun fyrir hverja blokk, sem þeir finna í keðju Auroracoin. Á hverjum 4 árum helmingast svo verðlaunin og verður síðasta myntin unnin með námuvinnslu í kringum árið 2140, þegar endanlegt upplag Auroracoin nær hámarki 21.000.000 einingar. Eftir þann tíma eins og nú getur námuvinnsla fjármagnað sig með þóknunum fyrir að halda uppi greiðslumiðlunarkerfinu.

Vegna þess að myntin hefur takmarkað upplag en samt stöðugt og fyrirsjáanlegt framboð til langs tíma, þýðir það að verðbólga í myntinni er fyrirsjáanleg, þ.e. mikil í upphafi en nánast engin þegar fram líða stundir.

Auroracoin byggir á tækninni á bak við Bitcoin en með aðeins breyttu sniði, þar sem helming myntarinnar var úthlutað í upphafi til Íslendinga. Greiðslunetið nýtir annan staðal fyrir námuvinnslu en Bitcoin og staðfestingar greiðslunetsins taka 5 mínútur í stað 10 mínútna, sem útskýrir að námuvinnslu verðlaun eru 12,5 AUR í stað 25 BTC.

Hver er munurinn á Auroracoin, Bitcoin og Litecoin?

Svar: Í grunninn byggir Auroracoin á Litecoin, sem er fyrsta netgjaldmiðillinn sem kóperaði Bitcoin. Litecoin breytti t.d. heildar útgáfumagni og helmingaði námuvinnslutímann og notar aðra aðferð við námuvinnslu en Bitcoin. Auroracoin notar 21 milljón eininga eins og Bitcoin en við útgáfu á Auroracoin voru 10.500.000 einingar teknar frá og úthlutað til Íslendinga. Auroracoin notar námuvinnslu aðferðina frá Litecoin og hefur 5 mínútna námuvinnslutíma meðan Bitcoin notar 10 mínútur og Litecoin 2,5 mínútur.  

Hvað er námuvinnsla?

Svar: Námuvinnsla er ferli sem bæði felur í sér staðfestingu á þeim millifærslum sem hafa farið fram og aðferð til að tryggja öryggi greiðslumiðlunar netsins, svo ekki sé hægt að bakfæra færslur.

Hver stendur á bak við Auroracoin?

Svar: Útgefandi Auroracoin er Baldur Fryggjar Óðinsson, sem er dulnefni fyrir einstakling eða hóp fólks sem bjó til og gaf Íslendingum Auroracoin. Baldur valdi sér nafnleynd sennilega til að persóna hans/hennar eða þeirra væri ekki atriði, sem skipti máli fyrir myntina, heldur tæknin sjálf.

 

Auroracoin er opinn og frjáls hugbúnaður, þ.e. allir geta lesið kóðan og gert breytingar. Því eru engin leyndarmál á bak við hvernig myntin virkar. Ef notendur koma sér saman um breytingar á kóðanum uppfærist Auroracoin ef meirihluti notenda samþykkir breytingartillögu. Af þessum ástæðum skiptir persóna Baldurs ekki neinu máli.

Er hægt að hakka Auroracoin?

Svar: Enn sem komið er hefur engum tekist að hakka Auroracoin, eða tengdar myntir t.d. Bitcoin. Ástæðan er þríþætt: Stærðfræði stórra talna, dulritun og leikjafræði.


Það sem er hægt að hakka eru t.d. heimasíður einstaklinga og fyrirtækja sem geyma netgjaldmiðla fyrir notendur. Einnig er hægt að hakka persónulegar tölvur eða snjalltæki.

Hvað sóttu margir Íslendingar Auroracoin?

Svar: Í fystu úthlutun Auroracoin sóttu ca. 34.000 einstaklingar Auroracoin eða u.þ.b. 10.2% þjóðarinnar. Í annari úthlutun sóttu u.þ.b. 5.000 Íslendingar Auroracoin. Í þriðju og síðustu úthlutuninni sóttu ca. 2.500 einstaklingar Auroracoin

 

Líklegast er réttast að miða við fyrstu úthlutun og segja að 34.000 Íslendinga eigi Auroracoin.

Var umfram Auroracoin myntinni eytt eins og til stóð?

Svar: 22. apríl 2015 eyddi Baldur allri umfram mynt, sem ekki var sótt í airdrop úthlutuninni, með því að senda 5.344.628,347 Auroracoin á reikningsnúmerið AURburnAURburnAURburnAURburn7eS4Rf, sem hefur engan persónulegan lykil.
Það er stærðfræðilega ómöglegt að til sé persónulegur lykill, sem getur opnað fyrir millifærslur af reikningsnúmeri sem er fyrir fram ákveðið. Því þyrfti að giska á persónulega lykilinn, sem er tala á stærðargráðunni 1077. Augljóst er að reikningsnúmerið AURburnAURburnAURburnAURburn7eS4Rf er ekki random og ómöglegt er að veski hafi fyrir tilviljun búið svona skipulagt og fyrirfram ákveðið reikningsnúmer. Í þessu felst í raun stærðfræðileg sönnun þess að ekki sé til persónulegur lykll að þessu reikningsnúmeri og að umfram mynt var sannanlega eytt.