• Sköpum okkar eigin framtíð

Með tilkomu Auroracoin hefur Íslendingum boðist einstakt tækifæri til að byggja upp peningakerfi sem byggir á sanngjörnu og dreifðu greiðslumiðlunarkerfi sem reiðir sig ekki á miðlægan útgefanda ásamt því að bjóða ekki upp á óhefta peningaprentun og misnotkun að hálfu banka og ríkisvalds.

Hvað er Auraráð?

Auraráð eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð af hóp hugsjónarfólks sem deila þeirri sýn að Auroracoin og tæknin á bak við hann hafi þann möguleika á að gjörbylta peningamálum á Íslandi. Markmið samtakanna er að styðja við þróun og uppbyggingu á innviðum Auroracoin á Íslandi í formi fjár- og vinnuframlaga ásamt því að fræða íslenskan almenning um Auroracoin og þá tækni hann er byggður á.

Skráðu þig í samtökin og taktu þátt með okkur í að móta framtíð Auroracoin
Skrá mig

Hvað gerir Auraráð?

Þróun

Auraráð er einn af þeim aðilum sem standa á bak við þróun á Auroracoin. Þar koma margir aðilar að og taka samtökin virkan þátt í þróun á kjarna Auroracoin, bæði með beinu vinnuframlagi og fjármögnun.

Kynning

Samtökin standa að margvíslegu markaðs- og kynningarstarfi sem snýr að upptöku og notkun á Auroracoin á Íslandi ásamt því að vera til stuðnings annara sem hyggjast taka þátt í vistkerfi Auroracoin.

Fræðsla

Eitt af grundvallar markmiðum Auraráðs er að fræða Íslenskan almenning um kosti þess að nota Auroracoin og hvernig rafmyntir byggðar á “blockchain” tækninni virka.