Til að ná í AUR sem er geymdur á pappírsveski þarft þú að ná þér í skjáborðsveski. Þú getur nálgast veski fyrir Windows, Mac og Linux á auroracoin.is.

Þegar þú hefur sett upp veskið á tölvunni þinni þá er best að bíða þangað til að veskið hefur samræmt sig við önnur Auroracoin veski. Þetta gæti tekið smá tíma en er nauðsynlegt til að hægt sé að senda úr veskinu svo það er alveg eins gott að bíða fyrst eftir að þetta klárist þó svo að það sé ekki nauðsynlegt fyrir næsta skref.

Þú getur stillt veskið þitt á íslensku en ég geri ráð fyrir því í næstu skrefum að það sé á ensku.

Næst þarft þú að fara í “Help” í aðalvalmynd og velja þar “Debug window”. Þá kemur upp gluggi sem er með 3 flipa, “Information”, “Console” og “Network Traffic”. Hérna þarft þú að velja “Console” flipann og átt að fá upp eftirfarandi glugga.

console_gluggi

Þá er komið að því að slá inn upplýsingum af pappírsveskinu. Það ættu að vera tvö númer á blaðinu þínu. Annað númerið er styttra og er kallað “Public key” þetta er reikningsnúmerið sem er notað til að senda á veskið en hitt númerið er kallað “Private key” og er lykilinn þinn að þessu reikningsnúmeri. Það er númerið sem þarf að koma yfir í nýja veskið til að staðfesta að þú eigir þessa Auroracoin sem voru sendir pappírsveskið.

 

Það þarf að slá inn skipun “importprivkey” og svo “Private key” númerinu þínu á eftir í eftirfarandi innsláttarglugga og svo á enter.

 

input_field

 

Hér er dæmi um hvernig þetta ætti að líta út hjá þér.

example

Comments are closed.