Til að byrja með þarf markaðurinn að finna með framboði og eftirspurn rétt verð á Auroracoin, m.v. íslensku krónuna. Á þessu tímabili geta verið miklar sveiflur á virði myntarinnar og mun Auroracoin ekki vera góður gjaldmiðill fyrst um sinn. Með tíð og tíma mun svo markaðurinn finna “rétt verð” og verður einkenni hins “rétta verðs” að verðbreytingar á myntinni minka til muna og fólk getur farið að treysta á virði Auroracoin ekki bara á milli daga heldur milli ára. Þegar markaðurinn verður komin á þennan stað getur Auroracoin byrjað að virka sem fullgildur gjaldmiðill, þ.e. fólk getur treyst því að fá greidd laun í föstum einingum af Auroracoin. Á þessum tíma gæti fólk tekið lán eða lagt fyrir sparnað í myntinni og ekki átt það á hættu að markaðssveiflur hafi teljadi áhrif, þar sem það sjálft fær greidd laun í myntinni.

Auroracoin greiðslunetið býr til 3.600 Auroracoin einingar á hverjum degi í verðlaunafé fyrir námuvinnslu fyrstu fjögur árin. Þar sem verðlaunaféð helmingast á hverjum fjórum árum minkar verðbólga í myntinni með kvaðratískum hætti og ætti hún á einhverjum tímapunkti að breytast í verðhjöðnunar mynt, ef dagleg eftirspurn eftir myntinni er meiri en daglegt verðlaunaféð fyrir námuvinnslu.

Verðhjöðnun

Hagfræðingar tala oft um neikvæð áhrif af verðhjöðnunar, þar sem fólk dregur úr neyslu vitandi að neysluvaran verði ódýrari í framtíðinni. Þetta þarf þó ekki að vera allskostar rétt, t.d. þá stendur verð á tölvum oftast óbreytt milli ára, þó svo að afkastageta tölva tvöfaldist á hverjum tveimur til þremur árum. Á sama tíma eykst eftirspurn á tölvum ár frá ári og oftast eykst þessi eftirspurn meira en á flestum öðrum neysluvörum samfélagsins.

Hvað varðar almenna neyslu í verðhjöðnunarlöndum, t.d. Japan, þá borðar fólk jafn mikið af mat og klæðir sig í jafn mikið af fötum og kaupir jafn mikið af nauðsynjavörum. Eina neyslan sem fólk frestar er óþarfa neysla. Á tímum ofneyslu í vestrænu samfélag er hugsanlegt að verðhjöðnunar mynt sé einmitt svarið við tilgangslausri neyslu. Fólk frestar þá möguleg neyslu þangað til að í raun er þörf fyrir nýja hluti, þ.e. eldri hlutir eru úreltir eða bilaðir en ekki bara keyptir nýjir af því að þeir séu í boði. Einnig er hægt að benda á að flest fólk eyðri meira, þegar það upplifir að vörur hafa lækkað í verði, “endalaus útsala”.

Verðbólga

Verðbólga verður til vegna aukningar á peningamagni í umferð í samfélaginu, Milton FriedmanInflation is always and everywhere a monetary phenomenon in the sense that it is and can be produced only by a more rapid increase in the quantity of money than in output”. Verðbólga er því afleiðing meiri aukningar peningamagns í samfélaginu en framleiðslugetu. Því er launaskrið og hin svokallaða “þennsla” er afleiðing verðbólgunnar í samfélagin en ekki orsök eins og sumir halda.

Góðmálamar m.v. Auroracoin

Heimurinn hefur notast aðra verðhjöðnunar gjaldmiðla síðustu 4-5.000 árin með ágætum árangri, þ.e.  gull og silfur. Þess ber að geta að allir gjaldmiðlar heimsins voru bundnir gulli eða silfri fram að síðari heimstirjöld. Eftir síðari heimstiljöldina voru allir gjaldmiðlar bundnir dollarnum, en dollarinn var bundinn gulli, skv Bretton Woods samkomulaginu frá 1944. Það var síðan 15. ágúst 1971 sem Richard Nixon lauk tengingu dollarsins við gullfótinn (Nixon Shock) og við það fæddust hreinir ríkis gjaldmiðlar (fiat currency).

Góðmálamar virka svipað og Auroracoin, þ.e. myntin og góðmálamar eru í takmörkuðu upplagi, þarfa námuvinnslu til að finna meira, myntirnar rýrnar ekki, auðvelt að skipta þeim í minni einingar og auðvelt er að afhenda og halda á myntunum. Helsti munurinn á góðmálmum og Auroracoin er sá að vandræðum er háð að greiða einhverjum með gulli, sem býr hinumegin á jörðinni. Auroracoin gerir það gegnum internetið nánast samstundis. Hinsvegar virkar Auroracoin ekki sérstaklega vel ef það verður rafmagns- eða netlaust og deilir því vandamáli með debet- og kreditkortum.

Stöðugleiki með Auroracoin

Þar sem myntsláttur Auroracoin er alveg fyrirsjáanlegur ættu sveiflur í hagkerfi sem keyrir á Auroracoin að verða mun jafnara til lengri tíma séð, þar sem bankar og ríkisstjórnir geta ekki blásið út peningakerfið þegar þeim hentar. Þetta þýðir að ríkistjórnir, sem og aðrir í samfélaginu, verða að haga sér með ábyrgum hætti m.t.t. fjármála. Það er að spara og reyna að eiga fyrir skuldum sínum, þar sem ekki er hægt að prenta meiri Auroracoin eða taka endalaust að láni. Að sama skapi fylgir ekki “hrun” áratug eftir útlánabólu, þegar hagkerfið áttar sig á því að offramboð á peningum hefur leitt til eignabólu sem svo springur.

Comments are closed.