Þróun

Í apríl 2015 tók til starfa nýr þróunarhópur sem sérhæfir sig í uppfærslu á grunnkóða Auroracoin. Hópurinn er alþjóðlegur og samanstendur af sjálfboðaliðum með reynslu af þróun annarra netgjaldmiðla auk brennandi áhuga á framgangi Auroracoin. Markmið hópsins er að innleiða nýjungar í hugbúnaði Auroracoin, sem bæta öryggi og skilvirkni myntarinnar.

17. ágúst 2015 fór í loftið fyrsta uppfærsla þróunarhópsins á hugbúnaðnum á bak við Auroracoin, þar sem veski voru uppfærð og aðlöguð nýjasta Litecoin hugbúnaðnum. Heimasíða auroracoin er auroracoin.is, þar sem hægt er að sækja nýjustu uppfærslur á veskjum fyrir Auroracoin auk upplýsinga um hópinn og almenna fræðslu um Auroracoin. Umræðuvetvangur er á auroraspjall.is