Hætt er við því að miklar verðbreytingar verði fyrst um sinn á gengi Auroracoin gagnvart íslensku krónunni. Eins og spákaupmennska hafði mikil áhrif á verð Auroracoin fyrir úthlutun má búast við miklum sveiflum á verði myntarinnar meðan ekki er komið á almennt hagkerfi á Íslandi sem notar myntina. Þegar slíkt hagkerfi myndast má búast við að framboð og eftirspurn snúist ekki um spákaupmennsku heldur raunverulega þörf fyrir myntina. Þegar á þennan tímapunkt verður komið finnur markaðurinn stöðugra verð, þar sem verðsveiflur eru ekki eins öfgakendar eins og þegar um hreina spákaupmennsku er að ræða.

 

Alveg öruggt má telja að fólk munu láta miklar verðsveiflur á myntinni hlaupa með sig í gönur. Fólk mun telja sig vera að missa af lestinni, þegar verðmæti myntarinnar hækkar snögglega. Sumir munu þá fjárfesta í myntinni en alveg er víst er að spákaupmenn munu nýta slík tækifæri til að selja myntina, sem að lokum verðfellir hana skyndilega. Að sama skapi mun fólk sjá verð myntarinnar falla umtalsvert þegar spákaupmenn selja. Eins og með mikla verðhækkun munu slíkar verðbreytingar fá fólk til að selja Auroracoin af hræslu við enn frekari lækkanir. Að sama skapi mun fólk verða fyrir barðinu á spákaupmönnunum, sem nýta tækifærið til að kaupa upp mikið magn af myntinni á gjafaverði, sem aftur hækkar virði hennar.

 

Þessi leikur er spilaður á öllum mörkuðum og óreyndir fjárfestar munu tapa fjármunum við að elta um of við slíkar sveiflur og verða leiksoppar spákaupmanna. Það er alltaf einhver sem kaupir á hæstu verðunum og að sama skapi einhver sem selur á lægstu verðunum.

 

Því er sérstaklega varað við því að stunda óábyrga spákaupmennsku með Auroracoin fyrir háar upphæðir. Hver og einn verður að meta þessa áhættu og vera meðvitaður um hætturnar sem opinn og frjáls markaður felur í sér.

Comments are closed.