M1 sjóðurinn

Þann 27. júlí 2014 þegar annar fasi dreifingar Auroracoin hófst á Íslandi, ánafnaði stofnandi Auroracoin, Baldur Friggjar Óðinsson, samtökum um myntina einni milljón Auroracoin. Eftir að úthlutun Auroracoin lauk 29. mars 2015 voru félagasamtökin Auraráð stofnuð til að standa að baki Auroracoin og stuðla að fræðslu og  framgangi myntarinnar. Samtökin mynduðu svo í framhaldi M1 sjóðinn til að halda utan um fyrirhugaða nýtingu á fjárframlagi Baldurs.

Þegar stjórn Auraráðs er kosin á aðalfundi samtakanna er henni gefið fullt umboð til að ákveða úthlutanir úr sjóðnum en með þeim skilyrðum að allar úthlutanir verða opinberar og gegnsæjar. Félagsmenn í samtökunum eru hvattir til að koma með tillögur að nýtingu sjóðsins og ber stjórninni að taka tillit til þeirra tillagna þegar kemur að ákvarðanatöku um úthlutanir út sjóðnum. Ákvarðanir um úthlutanir úr sjóðnum eru teknar á stjórnarfundum með atkvæðagreiðslu og þurfa samþykki meirihluta stjórnar.

 

Úthlutanir úr sjóðnum skiptast niður í eftirfarandi flokka.

  • 35% af sjóðnum skal varið í að styrkja kaupmenn, sem taka við Auroracoin.
  • 35% af sjóðnum skal varið í kynningarstarfsemi og fræðslu.
  • 20% af sjóðnum skal varið í þróunarkostnað.
  • 10% af sjóðnum skal varið í rekstur samtakanna.

 

Stjórnin á að hafa það að markmiði að greiða fyrir flesta aðkeypta þjónustu og vörur beint með Auroracoin og þannig stuðla enn frekar að notkun hanns. Með það að leiðarljósi mun stjórnin alltaf reyna finna aðkeypta þjónustu og vörur hjá aðilum sem taka á móti Auroracoin sem greiðslu og reyna komast hjá því að þurfa selja Auroracoin sjóðsins á skiptimarkaði fyrir annan gjaldmiðil til að greiða fyrir þjónustu og vörur.

 

Listi yfir Auroracoin addressur sjóðsins

AaRNLortfPQWk9H6obtu2wgjrdNwmRqyqn 50.000 AUR
AP15yMehwbZMZa1Zu3MRFthKSYsJt68nFC 50.000 AUR
AcFJZtJaqvUuN4YstKjhzXBtuK8cdrcGH2 50.000 AUR
AafeSfiXVkHpcPmb9nQJTDAE5sKybkJAzz 50.000 AUR

 

Færslulisti sjóðsins með skýringum (hægt að smella á uppbæðina til að sjá færsluna)

26.11.2015 Kaup á auroracoin.com léninu, @CoinAurora twitter reikningnum og /auroracoin facebook síðunni. Færsla 1 af 2. 12.500 AUR
26.11.2015 Kaup á auroracoin.com léninu, @CoinAurora twitter reikningnum og /auroracoins facebook síðunni. Færsla 2 af 2. 12.500 AUR
28.10.2016 Greiðsla fyrir þróun á AuroraWoo sem er Auroracoin plugin fyrir WooCommerce netverslanir. Færsla 1 af 2.  3.205 AUR
20.02.2017 Greiðsla fyrir þróun á AuroraWoo sem er Auroracoin plugin fyrir WooCommerce netverslanir. Færsla 2 af 2.  3.472 AUR