Samtökin

Auraráð eru frjáls félagasamtök sem voru stofnuð 29. mars 2015 af áhugafólki um framgang Auroracoin á Íslandi. Samtökin hafa það að megin markmiði að styðja við uppbyggingu og þróun Auroracoin á Íslandi. Er það áætlun samtakanna að vinna að þeim markmiðum með því að fræða Íslendinga um þau yfirþyrmandi vandamál sem brotaforðakerfið hefur í för með sér og hvernig dulmálsmynntir eins og Auroracoin sem eru byggðar á blockchain tækninni bjóða okkur uppá lausnir við þessum vandamálum.

 

Samtökin eru opin öllum Íslendingum og eiga að vera vettvangur umræðna, fræðslu og kynningar á Auroracoin. Samtökin munu standa fyrir ýmsum viðburðum, sem tengjast  Auroracoin og blockchain tækninni auk þess að halda utan um upplýsingar og umræðuhópa tengda Auroracoin. Einnig munu samtökin styrkja góð málefni með beinum fjárframlögum, sem á einhvern hátt stuðla að aukinni umræðu eða notkun á Auroracoin.

 

Hlutverk

Hlutverk og markmið Auraráðs eru eftirfarandi:

  • Vera í forsvari fyrir Auroracoin.
  • Styrkja og standa að baki þróun á innviðum Auroracoin.
  • Stuðla að fræðslu um Auroracoin og dreifingu á kynningarefni.
  • Stuðla að notkun á Auroracoin í íslensku samfélagi
  • Styrkja kaupmenn sem og almenning til að nýta þessa nýju tækni.
  • Kynna almennt blockchain tæknina sem Auroracoin er byggður á.

 

Auraráð var veittur styrkur uppá eina milljón Auroracoin sem stofnandi Auroracoin, Baldur Friggjar Óðinsson gaf samtökunum til að efla þau í að ná markmiðum sínum. Sjóðurinn hefur fengið nafnið “M1 sjóðurinn” og verða útlát úr sjóðnum opinber og gegnsæ. Nánari nánari upplýsingar um M1 sjóðinn er að finna hér.