Enn sem komið er hefur engum tekist að sýna fram á öryggisgalla í netgjaldmiðlum eins og Auroracoin og Bitcoin. Hinsvegar eru þrjú öryggisatriði tengt netgjaldmiðlum sem hafa ber í huga.

 

Fyrsta öryggisatriðið felst í almennu öryggi heimasíða á internetinu. Þetta er í raun sami öryggisgalli og kreditkortafyrirtæki lenda í, þ.e. óprúttnir aðilar brjótast inn á heimasíður fyrirtækja og komast þá annaðhvort að kreditkortaupplýsingum eða að persónulegum lyklum fyrir netgjaldmiðla-veski fyrirtækja. Það sem aðskilur netgjaldmiðla og kreditkort er að tjónið endar ekki hjá viðskiptavinunum heldur fyrirtækjunum. Undantekningin á þessu er ef að fyrirtækið er netgjaldmiðla kauphöll, banki, eða fyrirtæki sem heldur utan um netgjaldmiðla fyrir viðskiptavini. Slík fyrirtæki hafa þó oftast öryggisráðstöfun við slíkum innbrotum, t.d. með því að geyma einungis 5-10% fjársins á veski sem er notað af netþjónustunni. Hin 90-95% fjársins geyma fyrirtækin á svokölluðum köldum veskjum, þ.e. veskjum sem eru ekki hýst á sama stað og vefþjónustan.

 

Seinna öryggisatriðið er tengt persónulegri notkun einstaklinga á lykilorðum í tölvum eða snjallsímum sem innihalda netgjaldmiðla-veski. Óprúttnir aðilar geta þá setið fyrir þeim einstaklingum, sem vanrækja að nota lykilorð, hvort sem er með því að brjótast inn í tölvur þeirra eða með því að stela snjallsímum viðkomandi og þar af leiðandi komist yfir netgjaldmiðlana á tækinu.
Þriðji öryggis atriðið felst í svokallaðri 51% árás á greiðsludreifingarkerfið, sem leikjafræði kemur í veg fyrir að sé raunveruleg hætta, nánari lýsing hér. http://aurarad.is/oryggi-auroracoin-tryggt-med-staerdfraedi-ad-vopni/

Comments are closed.