Við eyðum öll mjög miklum tíma í lífinu við að reyna að eignast meira og meira af peningum en fáir spurja hvernig þeir verða til.

 

Mynt og prentaðir seðlar eru sennilega 5-10% af öllum peningum landsins. Hin 90-95% peninganna eru rafpeningar sem verða til með þrennu lagi.

 

Peningaprentun1

Þegar banki lánar einstaklingi eða fyrirtæki notar hann ekki innlán til að mæta útlánum. Þegar banki býr til lán eignfærir hann í bókhaldi sínu skuldabréf lántakandans en býr til inneign inn á bankareikning lántakanda í staðin sem skuld. Fyrir bókhald bankans er staðan óbreytt, þ.e. nettó eru jafn miklar eignir á móti skuldum. Þegar lántaki notar svo inneign sína á bankareikninginum og greiðir fyrir vörur, þjónustu eða fjárfestingar fara þessir nýju peningar út í samfélagið. Meira magn af peningum í umferð en hagkerfið hefur sama magn af vörum og þónustu í boði. Þetta kallar fram verðbólgu, sérstaklega þegar nýju peningarnir kaupa innfluttar vörur í meira mæli en áður og gengið gefur eftir.

 

Hér áður fyrr þegar fólk notaði seðla í mun meira mæli fór peningaprentun banka fram með öðrum hætti. Bankar voru þá bundnir af bindiskildu (Fractional Reserve Banking), t.d. þurftu bankar að halda eftir 10% af innlánum en gátu lánað út 90%. Þegar banki tók við 100 kr. í innlánum þá lánaði hann út 90 kr en hélt eftir 10 kr sem hluta af bindiskildunni. Þessar lánuðu 90 kr enduðu aftur inni á bankareikningum í samfélaginu, mögulega öðrum bönkum, og þurftu þá bankarnir að halda eftir 9 kr., en gátu nú lánað aftur út 81 kr. og svo koll af kolli. Þetta jafngildir því að úr hverjum 100 kr. af upphaflegu innláni gátu bankarir lánað út 900 kr., sem auðvitað voru ekki til.

 

Peningaprentun2

Önnur aðferð bankakerfisins til að prenta peninga er kölluð útgáfa ástarbréfa milli tveggja banka. Útgáfa ástarbréfa felst í því að tveir bankar gefa út skuldabréf upp á sömu upphæðina, sömu vextina og sama lokadag. Þeir selja hvorum öðrum skuldabréfin á sama verði, nettó greiðslur 0kr. Báðir bankarnir veðsetja þvínæst skuldabréfin Seðlabankanum, sem lánar nýjar krónur til bankanna. Þessir nýju peningar urðu semsagt til úr engu en bankarnir koma þeim í umferð í samfélaginu með fyrirsjánanlegri verðbólgu og gengisfellingu í kjölfarið.

 

Peningaprentun3

Þriðja leið bankakerfisins til að prenta peninga felst í því að Ríkissjóður gefur út skuldabréf í íslenskum krónum. Bankarnir kaupa bréfin í útboðum en fjármagna kaupin með því að veðsetja þau Seðlabankanum fyrir láni. Bankarnir nota nánast ekkert af eiginfé sínu til að fjármagna þessi kaup og greiða því nettó ~0 kr fyrir. Gagnavart ríkinu má líkja þessu við að Ríkissjóður prenti peninga, þar sem nýjir peninga fara úr einum vasa Seðlabankans og yfir í hinn vasa Ríkissjóðs. Þetta er eins og áður hefur komið fram bara peningaprentun, þar sem Ríkissjóður nýtir nýju peningana í gæluverkefni eða til að bæta fyrir hallarekstur ríkissjóðs. Peningarnir fara út í samfélagið með fyrirsjánalegri verðbólgu og gengisfellingu í kjölfarið.

 

Verðbólga:

Aukið magn af peningum sem fer í umferð í samfélaginu og keppir um sömu vörur og þjónustu sem samfélagið framleiðir. Þetta veldur því að þennsla fer af stað. Peningaprentunin felur í sér að gengis krónunnar fellur, þ.e. innflutningur í hagkerfið eykst en útflutningur stendur í stað. Með lækkandi virði krónunnar hækkar vöruverð í krónum. Í kjölfarið krefst launafólk hærri launa, til að geta keypt sömu vörur og áður. Hækkandi laun kalla á enn hærra vöruverð, þar sem fyrirtæki landsins þurfa að hækka gjaldskrár til að eiga fyrir hærri launum starfsfólksins. Verðbólga mælist hærri vegna þessara atburða, sem í kjölfarið hækkar verðtryggð húsnæðislán landsmanna. Fasteignamarkaðurinn hækkar að hluta til vegna hærri byggingakostnaðar, sem orsakaðist af dýrari innfluttum hráefnum, hærri launakostnaðar iðnaðarmanna og síðast en ekki síst vegna hærri áhvílandi lána. Þessi þrónun kallar því á enn hærri lán til fasteignakaupa, sem bankarnir veita og því hefst peningaprentunin aftur og hringrás verðbólgu og gengisfellingar fer aftur af stað.

 

Verðbólga verður til vegna aukningar á peningamagni í umferð í samfélaginu, Milton FriedmanInflation is always and everywhere a monetary phenomenon in the sense that it is and can be produced only by a more rapid increase in the quantity of money than in output”. Því er launaskrið og hin svokallaða “þennsla” afleiðing peningaprenntunarinnar  í samfélagin en er ekki orsök eins og sumir halda fram.

 

Verðhjöðnun:

Hagfræðingar tala oft um neikvæð áhrif af verðhjöðnun, þar sem fólk dregur úr neyslu vitandi að neysluvaran verði ódýrari í framtíðinni. Ef fólk dregur úr neyslu lækkar líka framleiðsla sem veldur ef til vill auknu atvinnuleysi og á endanum lágum eða neikvæmum hagvexti.

 

Verðhjöðnun getur verið eðlilegur hluti hagkerfisins og þýðir í raun að framleiðsla landsins sé orðin hagkvæmari og getur boðið upp á vörur og þjónustu á lægra verði en áður eða að gjaldmiðilinn sé að styrkjast! Sem dæmi um verðhjöðnun vegna hagkvæmari framleiðslu, þá lækkar verð á tölvum á milli ára, þó svo að afkastageta tölva tvöfaldist á hverjum tveimur til fjórum árum. Á sama tíma eykst eftirspurn á tölvum ár frá ári og oftast eykst þessi eftirspurn meira en á flestum öðrum neysluvörum samfélagsins.

 

Hvað varðar almenna neyslu í verðhjöðnunarlöndum, t.d. Japan, þá borðar fólk jafn mikið af mat og klæðir sig í jafn mikið af fötum og kaupir jafn mikið af nauðsynjavörum. Eina neyslan sem fólk frestar er óþarfa neysla. Á tímum ofneyslu í vestrænu samfélag er hugsanlegt að verðhjöðnunar mynt sé einmitt svarið við tilgangslausri neyslu og sóun.

 

Góðmálamar m.v. Auroracoin:

Heimurinn hefur notast aðra verðhjöðnunar gjaldmiðla síðustu 5.000 árin með ágætum árangri, þ.e.  gull og silfur. Þess ber að geta að allir gjaldmiðlar heimsins voru bundnir gulli eða silfri fram að síðari heimstirjöld. Eftir síðari heimstiljöldina voru flest allir gjaldmiðlar bundnir dollarnum, en dollarinn var bundinn gulli, skv Bretton Woods samkomulaginu frá 1944. Það var síðan 15. ágúst 1971 sem Richard Nixon lauk tengingu dollarsins við gullfótinn (Nixon Shock) og við það fæddust hreinir ríkis gjaldmiðlar (fiat currency).

 

Góðmálamar virka svipað og Auroracoin, þ.e. myntin og góðmálamar eru í takmörkuðu upplagi, þarfa námuvinnslu til að finna meira af myntinni, myntirnar rýrnar ekki, auðvelt að skipta þeim í minni einingar og auðvelt er að afhenda og halda á myntunum. Helsti munurinn á góðmálmum og Auroracoin er sá að það er vandræðum háð að greiða einhverjum með gulli öðruvísi en að hittast augliti til auglitis, sem torveldar milliríkjaviðskipti. Auroracoin fer um internetið nánast samstundis og gerir viðskipti augliti til auglitis eða milli heimsálfa mjög auðveld. Auroracoin virkar hinsvegar ekki sérstaklega vel ef það verður rafmagns- eða netlaust og deilir því vandamáli með debet- og kreditkortum og öllum öðrum bankaviðskiptum.

 

Stöðugleiki með Auroracoin:

Þar sem myntsláttur Auroracoin er alveg fyrirsjáanlegur ættu sveiflur í hagkerfi, sem keyrir á Auroracoin að verða mun jafnara til lengri tíma séð, þar sem bankar og ríkisstjórnir geta ekki blásið út peningakerfið þegar þeim hentar. Þetta þýðir að ríkistjórnir, sem og aðrir í samfélaginu, verða að haga sér með ábyrgum hætti m.t.t. fjármála. Það er að spara og reyna að eiga fyrir skuldum sínum, þar sem ekki er hægt að prenta meiri Auroracoin eða taka endalaust að láni. Að sama skapi fylgir ekki “hrun” áratug eftir útlánabólu.

 

Bankastarfsemi með Auroracoin:

Það er ekkert sem takmarkar banka eða aðra aðila til að nota Auroracoin í bankaviðskiptum. Bankar geta boðið vexti fyrir innlán og rukkað hærri útlánsvexti. Það sem er takmarkandi fyrir bankana er peningaprentunin, sem á sér stað við útlánastarfsemi. Bankarnir geta ekki lánað út Auroracoin nema hafa innlán, sem þeir geta ráðstafað í útlán.

Comments are closed.