Á síðustu tveimur áratugum hefur þróun stafrænnar tækni og internetsins haft hvað mest áhrif á samfélagið. Hvort sem við horfum til sögunnar um Kodak og myndavéla, póstþjónustu og áhrif tölvupóstsins eða afþreyjingar- og upplýsingaiðnaðinn, hefur stafræn tækni algerlega breytt sögunni. Eina spurningin er hvort þessi þróun mun halda áfram og hvort hún muni hafa áhrif á banka og fjármálaheiminn, sem er óumflýjanlegt.

mynd (1)

Það sem gerir internetið að gróðrastíu nýsköpunar er sú staðreynd að internetið er opið og öllum er frjálst að búa til nýjar þónustur. Það þarf enginn að spyrja um leyfi hvort það megi búa til eitthvað nýtt á internetinu. Google og Facebook hefðu ekki orðið til ef einungis símafyrirtæki hefðu mátt/getað skapað nýjar þjónustur.

 

Með tilkomu netgjaldmiðla hefur opnast fyrir nýsköpun í fjármálaheiminum, sem kemur utan að en ekki innan frá. Í dag eru því nördar heimsins að smíða fjármálakerfi framtíðarinnar í sprotafyrirtækjum heimsins.

 

Comments are closed.