Frosti Sigurjónsson og “Betra peningakerfi” hafa bent á hvernig rafræn peningaprentun banka á sér stað við lánveitinar, Monetary Reform. Þá býr banki til krónur, úr engu, inn á bankareikning lántaka og skráir sem eign lántaka. Á móti eignfærir bankinn skuldabréf lántaka hjá sér á móti. Um leið og lántaki notar svo inneign sína til að greiða eitthvað í samfélagin er í raun búið að búa til meira af rafrænum krónum inn í fjármálakerfið.

 

Vegna eðli myntsláttar Auroracoin, myndast jafnt og þétt framboð af Auroracoin, sem samræmist einnig að mörgu leiti hugmyndum “Betra peningakerfis” um að fela nefnd Seðlabankans að búa til nýjar krónur, jafnt og þétt, í stað þess að láta viðskiptabankana um það. Íslendingar vita að ef stjórnmálamenn fá að ráða fólk í nefnd Seðlabankans, sem úthlutar milljörðum króna til þeirra sjálfra, þá mun spillingin grassera. Fólkið í nefndinni mun verða eyrnamerkt ákveðnum stjórnmálaflokkum, þeim sem réð það til starfa í nefndina. Þetta fyrirkomulag er dæmt til að vera misnotað.

 

Þetta leysir Auroracoin með því að láta tölvuforrit úthluta nýjum peningum til þeirra sem halda uppi greiðslumiðlunarkerfinu í formi námuvinnslu. Verðlaun fyrir námuvinnslu helmingast svo á fjögurra ára fresti, sem mun leiða til hverfandi verðbólgu, þangað til endanlegu upplagi hefur verið náð 21 milljón. Nýjar Auroracoin einingar koma því jafnt og þétt inn á markaðinn og er eytt inn í samfélagið. Dreifingin á nýjum Auroracoin einingum er ekki pólitísk, hún er alveg jafn mikil hvort sem það eru vinstri eða hægri menn í ríkisstjórn.

 

Að lokum þá takmarkar Auroracoin líka banka að mörgu leyti við að reka sig á brotaforða reglu (fractional reserve banking), þar sem bankakerfið þarf innlán til að veita útlán. Ástæðan er sú að Auroracoin netið stendur fyrir utan bankakerfið og þurfa því einstaklingar sérstaklega að millifæra Auroracoin inn til banka og veita bönkum yfirráðarétt yfir peningnum til að njóta vaxta. Þar sem ekki er hægt að búa til endalaust af Auroracoin er verðbólga í myntinni mjög takmörkuð og mögulega verður verðhjöðnun í framtíðinni, sem aftur minnkar mjög þörfina fyrir vexti.

 

Auroracoin kemur einnig í veg fyrir peningaprentun banka og Ríkissjóðs, með útgáfu skuldabréfa, sem eru veðsett Seðlabankanum, þar sem eina leiðin til að búa til nýja Auroracoin mynt er að sinna námuvinnslu.

Comments are closed.