Ávarp Baldurs

Ávarp Baldurs sem birtist á www.auroracoin.org um Auroracoin og fyrirhugaða dreifingu myntarinnar:

Auroracoin, skammstafað AUR, er mynt sem hönnuð er til að gefa Íslendingum kost á því að notast við aðra mynt en íslensku krónuna.

Saga íslensku krónunnar er saga verðbólgu, gengisfellinga, gjaldeyrishafta og síðast en ekki síst, Hrunsins.

Í myntinni Auroracoin er fólgið tækifæri til að losna undan slíkum höftum og útþynningu gjaldmiðilsins.

Auroracoin er byggð með svipuðum hætti og Bitcoin og Litecoin. En munurinn er þó sá að Auroracoin mun eiga upphaf sitt með svokallaðri “gjöf”, Airdrop á ensku, sem nær til næstum allra Íslendinga. Aðeins ein gjöf mun eiga sér stað og allir fá jafn mikið. Skapast þannig skilyrði fyrir því að Íslendingar kynnist myntinni og geti byrjað að nota hana. Eftir þessa gjöf verður aðeins hægt að eignast myntina með námavinnslu á henni og viðskiptum. Eins og með aðra netgjaldmiðla, verður kóðinn opinn, vinnslan dreifð og þannig unnið gegn svikum og misnotkun.

Forritarar, íslenskir og erlendir, eru hvattir til að skapa ýmis forrit til þess að auðvelda notkun Auroracoin í venjulegum viðskiptum Íslendinga.

Gjöfin mun vera veitt frá 25. mars 2014. Nánari upplýsingar um hvernig nálgast má þær 31,8 AUR á mann verða birtar þá.

Baldur F. Óðinsson